Bókasafnsdagurinn og alþjóðlegur dagur læsis er 8. september 2022!
Á morgun fimmtudag er bókasafnsdagurinn 2022 haldinn hátíðlegur á mörgum bókasöfnum landsins. Markmið dagsins er m.a. að vekja athygli á mikilvægi bókasafna í samfélaginu.
Bókasafn Vopnafjarðar er staðsett í Vopnafjarðarskóla og þjónustar skólana okkar sem og alla íbúa sveitarfélagsins.
Safnið er öllum opið þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá kl. 14 til 17 og föstudaga frá kl. 14 til 16.
Árgjald safnsins 2022 er 3.000 krónur.
Lestur er bestur – á öllum tungumálum!
Sjáumst á bókasafninu 🙂
Í tilefni dagsins#i-tilefni-dagsins
Í tilefni dagsins er sektarlaus dagur á bókasafninu!