Vest­urfaramið­stöð Aust­ur­lands


Opnar fimmtudag kl. 10:00

Vest­urfaramið­stöð Aust­ur­lands er stað­sett í Kaup­vangi.

Í garð­inum framan við Kaup­vang stendur minn­is­varði um þá Vopn­firð­inga sem fóru til Vest­ur­heims. Línur úr ljóði Stephans G. Stephans­sonar, Úr Íslend­inga­dags ræðu, eru letr­aðar á steininn.

Vest­urfarinn rekur Vest­urfaramið­stöð Aust­ur­lands. Vest­urfarinn er félag áhuga­samra um að efla samband við afkom­endur vest­urfara sem fóru frá Austur- og Norð­aust­ur­landi, sérstak­lega frá Vopna­firði og öðrum stöðum í Múla­sýslum og Þist­il­firði eftir Öskju­gosið 1875.

Boðið er upp á ættfræði­þjón­ustu, farið aftur í tímann í leit að ættingjum og leitað teng­ingar við samtímann. Einnig er boðið upp á aðstoð við að undirbúa heim­sókn til Íslands þar sem fólk getur hitt sína ættingja hér og komist á sínar ættar­slóðir.

Vest­urfarinn hefur unnið með áhuga­fé­lögum fyrir vestan og hefur fólk komið sérstak­lega til Vopna­fjarðar til að upplifa sína teng­ingu og taugar til þeirra bæja og staða sem þeirra fólk kom frá.

Áhuga­samir aðilar eru hvattir til að heim­sækja Vest­urfarann og njóta þess sem félagið hefur upp á að bjóða. Ef þér hentar betur að heim­sækja Vest­urfarann utan hefð­bundins opnun­ar­tíma má hafa samband við Cathy í síma 473 1200.