Kirkjur


Í Vopna­firði eru tvær sóknir; Vopna­fjarð­ar­sókn og  Hofs­sókn. Þær tilheyra Hofsprestakalli en prestakallinu tilheyrir einnig Skeggjastaða­sókn í Bakka­firði. Vopna­fjarð­ar­kirkja tilheyrir Vopna­fjarð­ar­sókn en Hofs­kirkja Hofs­sókn.

Sókn­ar­prestur í Hofsprestakalli hefur í áranna rás setið að Hofi en býr nú í Vopna­fjarð­ar­kaup­túni.

Í Vopna­fjarð­ar­kirkju er öflugt barna og unglingastarf fyrir alla aldurs­hópa.

Einnig er þar hópastarf fyrir ýmsa aðra hópa og sálgæsla í boði fyrir alla sem eftir því leita.

Þá er sókn­ar­prestur með viðveru flesta þriðju­daga til fimmtu­daga milli kl. 10 og 12 og samkvæmt samkomu­lagi í safn­að­ar­heimili Vopna­fjarð­ar­kirkju.

Face­book-síða Hofsprestakalls

Hofskirkja#hofskirkja

Hofs­kirkja stendur inni í Hofs­árdal í Vopna­firði við bæinn Hof sem er fornt höfð­ingja-, kirkju- og prest­setur. Kirkjan var byggð árið 1901 en þar stóð áður torf­kirkja frá miðöldum.

Vopnafjarðarkirkja#vopnafjardarkirkja

Vopna­fjarð­ar­kirkja er timb­ur­kirkja í miðju Vopna­fjarð­ar­kaup­túni. Sóknin var stofnuð árið 1899 eftir að mikil fólks­fjölgun hafði orðið í kaup­túninu. Kirkjan var byggð á árunum 1902–1903 og á tíunda áratug síðustu aldar var safn­að­ar­heimili byggt neðan við kirkjuna. Í kirkj­unni er altar­is­tafla eftir Jóhannes Kjarval sem sýnir frels­arann tala til fólksins.