Jafn­rétt­ismál

Haustið 2019 var unnið að því að setja niður jafn­launa­stefnu og jafn­rétt­isáætlun Vopna­fjarð­ar­hrepps. Markmið með jafn­rétt­isáætlun Vopna­fjarð­ar­hrepps er að stuðla að jafn­rétti kynj­anna og að kynja- og jafn­rétt­is­sjón­armið verði samþætt allri starf­semi sveit­ar­fé­lagsins. Aðgerða­áætl­unin byggir á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla og jafn­rétt­is­stefnu Vopna­fjarð­ar­hrepps sem samþykkt var í sveit­ar­stjórn þann 23. janúar 2020 og Evrópusátt­mála um jafna stöðu kvenna og karla í sveit­ar­fé­lögum og héruðum sem undir­rit­aður var árið 2008.

Jafn­rétt­isáætlun tekur meðal annars á eftir­far­andi þáttum:

  • Launa­jafn­rétti
  • Laus störf, starfs­þjálfun og endur­menntun
  • Sveigj­an­leiki til að samræma fjöl­skyldulíf og atvinnulíf
  • Kynbundin áreitni, kynferð­isleg áreitni, kynbundið ofbeldi og einelti
  • Unnið gegn mismunun á vinnu­stöðum og mögu­leikar fólks með mismun­andi starfs­getu auknir
  • Áhersla á samþætt­ingu kynja­sjón­ar­miða í öllu starfi bæjarins
  • Hver þáttur er vel mark­aður með mark­miðum, aðgerðum, ábyrgð og tímaramma

Jafnréttisáætlunin í heild#jafnrettisaaetlunin-i-heild

Jafnlaunastefna Vopnafjarðarhrepps#jafnlaunastefna-vopnafjardarhrepps