Vörðum leiðina saman

Vörðum leiðina saman:
Samráðs­fundur með íbúum Aust­ur­lands um samgöngur, sveit­ar­stjórn­armál og húsnæðis- og skipu­lagsmál

Í október býður innviða­ráðu­neytið, í samvinnu við lands­hluta­samtök sveit­ar­fé­laga, íbúum í öllum lands­hlutum til opins samráðs á fjar­fundum í október undir yfir­skrift­inni Vörðum leiðina saman. Fundur fyrir íbúa Aust­ur­lands verður haldinn þriðju­daginn 18. október kl. 15-17.

Tilgangur samráðs­fund­anna er að gefa íbúum og sveit­ar­stjórn­ar­fólki um land allt tæki­færi til að hafa áhrif á stefnu­mótun í nokkrum helstu mála­flokkum ráðu­neyt­isins. Á fjar­fund­unum verður kast­ljósinu beint að fram­tíð­ar­áskor­unum í mála­flokk­unum. Megin­við­fangs­efni fund­anna verða umræður um stefnu­mótun í samgöngum, sveit­ar­stjórn­ar­málum og húsnæðis- og skipu­lags­málum. Einnig verður fjallað um nýsam­þykkta byggða­áætlun.

Við hvetjum íbúa til að taka þátt í fjar­fund­inum sem haldinn er í gegnum fjar­fund­ar­bún­aðinn Teams. Hægt er að skrá sig á vef Stjórn­ar­ráðsins. Þátt­tak­endur fá boð í tölvu­pósti til að tengja sig á fundina. Skrán­ingu lýkur daginn fyrir fundinn, mánu­daginn 17. október.

Fund­ar­dagar:

  • 10. október – Höfuð­borg­ar­svæðið
  • 11. október – Suður­land
  • 18. október – Aust­ur­land
  • 19. október – Norð­ur­land eystra
  • 20. október – Norð­ur­land vestra
  • 24. október – Vest­firðir
  • 26. október – Vest­ur­land
  • 27. október – Suðurnes

Vefur um fundaröðina – www.stjornarrad.is/vordum­leidina­saman