Vopna­skak 4. til 10. júlí!

Bæjar­há­tíðin Vopna­skak hefst í dag mánu­daginn 4. júlí og stendur til sunnu­dagsins 10. júlí!

Fjöl­breytt og skemmtileg dagskrá fyrir alla aldurs­hópa!

Veg og vanda af hátíð­inni í ár hefur Menn­ing­ar­mála­nefnd Vopna­fjarðar.

Dagskráin í heild:#dagskrain-i-heild

Forsala miða#forsala-mida

Forsala miða á Hagyrð­inga­kvöld, Sóla Hólm og Hofs­ball verður í Félags­heim­ilinu Mikla­garði á eftir­far­andi tímum:
Mánudag 16:00-17:00
Þriðjudag 15:00-17:00
Miðvikudag 20:30-21:30
Þeir sem ekki komast á staðinn geta haft samband við Fann­eyju Björk í síma 858 1076.

Skreytingar#skreytingar

Íbúar eru hvattir til að skreyta og hafa snyrti­legt í kringum sig. Ekkert þema er á skreyt­ing­unum í ár en þó er keppni á milli hverfa.

Styrktaraðilar#styrktaradilar

Kærar þakkir fá þeir fjöl­mörgu styrktarað­ilar sem að dögunum koma með einum eða öðrum hætti. Í ár fá sérstakar þakkir Brim, Bílar og Vélar, Steiney, Mæli­fell, Six River Project, Kauptún, Hótel Tangi, Slát­ur­félag Vopn­firð­inga, Ölgerðin og öll þau félög sem halda og koma að viðburðum.

Veður og aðrir áhrifaþættir#vedur-og-adrir-ahrifathaettir

Dagskráin gæti að sjálf­sögðu tekið breyt­ingum ef veður verður óhag­stætt eða aðrir ófyr­ir­séðir þættir hafa áhrif. Reynt verður eftir bestu getu að auglýsa breyt­ingar tíman­lega ef svo verður.

Frekari spurningar?#frekari-spurningar

Nánari upplýs­ingar um viðburði er hægt að nálgast á face­book síðu Vopna­skaksins : www.face­book.com/vopna­fjar­d­ar­dagar.
Fanney Björk veitir einnig upplýs­ingar í síma 858 1076.