Viðhald á sund­laug

Sund­laugar landsins hafa verið lokaðar síðan 24.mars vegna Covid-19 og var tíminn nýttur hjá starfs­fólki til að taka vorþrifin og var sund­laugin máluð og fleira viðhald­stengt. Á þessu ári stóð til að endur­nýja blönd­un­ar­tækin og var það alltaf á áætlun í maí.
Vegna skóla­sunds sem er búið að vera í gangi síðan 5.maí þá var ekki hægt að fara í endur­nýjun blönd­un­ar­tækja fyrr en á morgun, 18.maí og þykir okkur miður að fólk geti ekki farið í sund strax á morgun en það verður nota­legt að fara í góðar sturtur um leið og opnar.

Vil líka minnast á að það er erfitt að manna sund­laugina. Einn starfs­maður er farinn aftur til Spánar og tveir starfs­menn sem munu starfa hér í sumar eru á leið til landsins en þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins.

Vonandi getur fólk skilið þetta og allir koma kátir í sund von bráðar 🙂 Það er enginn að leika sér að því að loka laug­inni og seinka opnun.