Vanskil aldrei minni í sveit­ar­fé­laginu Vopna­fjarð­ar­hreppi

Aldrei hafa færri greið­endur hjá Vopna­fjarð­ar­hreppi fengið innheimtu­við­vörun en á árinu 2021 og aldrei áður hafa jafn fá mál ratað í löginn­heimtu. Þessi árangur er til marks um skil­vísi íbúa og gott verklag við útgáfu reikn­inga sveit­ar­fé­lagsins. Sem dæmi um góðan árangur má nefna að tæp 90% krafna sveit­ar­fé­lagsins eru greiddar á eindaga eða fyrr. Með því að greiða reikn­inga á réttum tíma spara greið­endur sér umtals­verðar fjár­hæðir í drátt­ar­vexti og innheimtu­kostnað og er það því fagn­að­ar­efni að fleiri og fleiri greiði eða semji um sín mál áður en til vanskila kemur.

Það er innheimtu­fyr­ir­tækið Motus sem sér um innheimtur fyrir Vopna­fjarð­ar­hrepp og tekur Motus reglu­lega saman tölfræði fyrir sveit­ar­fé­lagið. Á fundi sveit­ar­fé­lagsins og Motus á dögunum komu meðal annars þessar jákvæðu fréttir fram.

Vopna­fjarð­ar­hreppur þakkar greið­endum fyrir þeirra þátt í þessum góða árangri!