Valkyrja danslist­ar­skóli á vorönn 2023

Valkyrja danslist­ar­skóli hefur hafið starf­semi á vorönn.

Valkyrja býður upp á dansnám á Vopna­firði fyrir nemendur á aldr­inum 3-16 ára. Tímarnir eru saman­settir af ballett, nútíma­dansi og jazz dansi. Mikil áhersla lögð á að nemendur læri að bera ábyrgð á sér og sínum hlutum, sýni sér, öðrum nemendum og kennara virð­ingu og stundi nám sitt af elju­semi. Skráning fer fram í gegnum Sporta­bler. Tíma­bilið er frá 24.janúar til 27.maí og endar með dans­sýn­ingu í Mikla­garði þann dag.
Sjá nánar á heima­síðu Valkyrju danslist­ar­skóla.

Minnum einnig á að Vopna­fjarð­ar­hreppur styrkir frístunda­iðkun barna og ungmenna á aldr­inum 6-18 ára með sérstöku fram­lagi, að upphæð 20.000 kr á ári og er hægt að nýta frístunda­styrkinn upp í æfinga­gjöldin hjá Valkyrju.
Sjá nánar hér.