Valkosta­greining, rafrænn íbúa­fundur

Sveit­ar­stjórn Vopna­fjarð­ar­hrepps samþykkti árið 2021 að kanna samein­ing­ar­kosti með valkosta­grein­ingu og nú er komið að þriðja skrefinu í þeirri vinnu, íbúa­fund­inum.

Boðað er til íbúa­fundar til að ræða mögu­lega samein­ing­ar­val­kosti Vopna­fjarð­ar­hrepps, þann 10. febrúar kl. 20-21:30.

Á fund­inum verður farið yfir stöðu Vopna­fjarð­ar­hrepps og hvort sveit­ar­fé­lagið eigi að hefja samein­ing­ar­við­ræður við annað eða önnur sveit­ar­félög. Kynntir verða þeir samein­ing­ar­kostir sem greindir hafa verið.

Ráðgjafar frá RR ráðgjöf sem hafa séð um þessa vinnu fyrir sveit­ar­fé­lagið, stýra fund­inum.

Fund­urinn verður haldinn í gegnum fjar­fund­ar­kerfið Zoom en íbúar eru hvattir til að fjöl­menna á fundinn, koma sínum sjón­ar­miðum á fram­færi og spyrja spurn­inga sem kunna að vakna.

Linkur á zoom fundinn

Leiðbeiningar til að tengjast Zoom#leidbeiningar-til-ad-tengjast-zoom

Hægt er að fylgjast með og taka þátt í hvaða snjall­tæki sem er. Besta upplif­unin fæst ef fylgst er með í tölvu. Gott er að setja Zoom-hugbún­aðinn upp á þá tölvu eða snjall­tæki sem þú ætlar að nota tíman­lega áður en fund­urinn hefst. Þau sem eru þegar búin að setja upp Zoom á sínum vélum eru beðin um uppfæra í nýjustu útgáfu til að fá bestu virkni í umræðu­hópum.
Zoom fyrir borð­tölvur er á síðunni https://zoom.us/down­load en Zoom-smáforrit fyrir Android snjall­tæki eru á Play Store og á App Store fyrir iPhone og iPad. Einnig er hægt að nota vefviðmót fyrir Zoom (Zoom Web Client) en virkni þess er takmark­aðri en virkni þess hugbún­aðar sem settur er upp á snjall­tækinu.

Við mælum með að fólk mæti snemma fyrir framan skjáinn svo tími gefist til að bregðast við tækni­legum vand­kvæðum sem geta komið upp við innskrán­ingu. Aðgætið að heyrn­artól og hljóð­nemi séu tengdir við tölvuna/snjall­tækið og virki sem skyldi. Í umræðum er gott að þátt­tak­endur séu með virka myndavél og sjái hver annan.

Þátt­tak­endur eru beðnir um að skrá fornafn við myndina. Það er gert með því að smella á punktana þrjá sem birtast þegar bend­illinn er dreginn yfir myndina sína og velja „rename“.
Ef þú ert með veika teng­ingu á þráð­lausu neti þá mælum við með að þú tengir þig með netsnúru.