Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkti á 30. fundi sínum, 15. maí 2024, að ráða Valdimar O. Hermannsson sem sveitarstjóra út kjörtímabilið.
Alls sóttu 17 um starfið, tveir drógu umsókn sína til baka og voru 4 boðaðir í viðtöl en ráðningarferlið var unnið með Attentus – mannauður og ráðgjöf.
Valdimar var áður sveitarstjóri hjá Blönduósbæ, 2018-2022, og starfaði síðan einnig tímabundið fyrir Húnabyggð sem staðgengill sveitarstjóra. Áður var hann m.a. 12 ár í bæjarstjórn og 6 ár í bæjarráði Fjarðabyggðar, og á sama tíma verkefna- rekstrar- og innkaupastjóri fyrir HSA. Þá gengdi hann fjölmörgum trúnaðarstjörfum á Austurlandi og víðar, meðal annars sem formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi – SSA, fyrsti formaður Austurbrú ses, formaður stjórnar HAUST og Náttúrustofu Austurlands ofl. Valdimar er markaðsfræðingur að mennt, en hefur einnig lagt stund á fjölbreytt nám m.a. í verkefnastjórn og leiðtogaþjálfun, alþjóðaviðskiptum, stjórnun og markmiðasetningu, bæði hérlendis og erlendis.
Eiginkona hans er Vilborg Elva Jónsdóttir en hún starfar sem skurðhjúkrunarfræðingur á Landspítala og samtals eiga þau 4 uppkomin börn.