Úthlutun Uppbygg­ing­ar­sjóðs Aust­ur­lands fyrir árið 2024

Úthlutun á styrkjum Uppbygg­ing­ar­sjóðs Aust­ur­lands fór fram í Slát­ur­húsinu – Menn­ing­ar­mið­stöð á Egil­stöðum í gær, 5. desember. 

Tæpum 65 millj­ónum króna var úthlutað úr sjóðnum en í ár hlutu 67 verk­efni styrki. Alls sóttu um 115 verk­efni eða 15% meira en í fyrra.

Það er ánægju­legt að greina frá því að í þessari úthlutun voru þrjú vopn­firsk verk­efni sem hlutu styrk:

  • Jón Haraldsson – Safn um sögu land­pósta, 200.000 kr.
  • Jón Tómas Svansson – þróun á verkun og vinnslu á hákarli, 1.000.000 kr.
  • Dorota Joana Burba – kajak­ferðir á Vopna­firði. 2.000.000 kr.

Við óskum styrk­höfum inni­lega til hamingju og óskum þeim góðs gengis! 

 

Nánar um úthlut­unina