Upptakt­urinn á Aust­ur­landi

Menn­ingar- og atvinnu­mála­nefnd Vopna­fjarð­ar­hrepps hvetur börn og ungmenni í 5. – 10. bekk á Vopna­firði til að taka þátt í tónsköp­un­ar­verð­laun­unum Upptakt­inum.

Upptakt­urinn, tónsköp­un­ar­verð­laun barna og ungmenna, hefur nú opnað fyrir innsend­ingar tónverka á Aust­ur­landi.

Krakkar í 5.-10. bekk hafa hér eintakt tæki­færi til að senda inn drög að tónverki/lagi sem þau semja sjálf og komast þannig inn í skemmti­legar tónsmíða­vinnu­stofur sem haldnar verða eina helgi í byrjun næsta árs í Studíó Síló.

Höfundar tónverka fá aðgang að tónsmiðjum Upptaktsins í Sköp­un­ar­mið­stöð­inni og Tónlist­ar­mið­stöð­inni þar sem unnið er mark­visst úr hugmyndum með fulltingi tónlist­arlist­ar­manna en í fram­haldi eru hljóð­rituð demó í Studio Síló sem send eru í Upptaktinn. Dómnefnd á vegum Upptaktsins velur svo einn ungan aust­firskan tónsmið og tónsmíð hans til áfram­hald­andi þátt­töku í smiðjum á vegum Upptaktsins í Reykjavík. Tónsmið­urinn ungi fær þannig að taka þátt í Upptakt­inum í Reykjavík, vinnu­stofum og tónleikum í Hörpu á vormán­uðum.

  • Lengd tónverks skal vera 2 -6 mínútur að hámarki en þau geta bæði verið einleiks og samleiks­verk fyrir allt að fimm flytj­endur. Tónverk þarf ekki að vera full­klárað þegar því er skilað inn.
  • Skila má tónsmíð inn sem hljóð­riti á MP3/Wav/Mynd­bandi eða í hefð­bund­inni / graf­ískri nótna­skrift. Hugmyndir s.s. upptökur, nótur, texti eða grafísk lýsing má endi­lega fylgja með verkinu.

Markmið með Upptakt­inum á Aust­ur­landi eru þríþætt

  1. Að styðja að tónsköpun ungs fólks og hvetja börn og unglinga á Aust­ur­landi til að tjá sig með tónlist­ar­sköpun og semja eigin tónlist.
  2. Að aðstoða börn og unglinga á Aust­ur­landi við að full­vinna hugmyndir sínar í vinnu­smiðju og varð­veita þannig tónlistina.
  3. Að gefa börnum og unglingum á Aust­ur­landi tæki­færi á að fá leið­sögn frá aust­firsku fagfólki og taka þátt í vinnu­stofu og tónleikum með fagfólki við kjör­að­stæður á tónleikum í Hörpu.

Tónverk skulu send á tonleikahus@tonleikahus.is – Upplýs­ingar um nafn, aldur og skóla höfundar þurfa að fylgja verkinu sem og síma­númer og tölvu­póst­fang.

Aldur: 5.-10. bekkur

Umsókn­ar­frestur er 14. október til og með 15. janúar 2023.

Það er Tónlist­ar­mið­stöð Aust­ur­lands/Menn­ing­ar­stofa Fjarða­byggðar sem heldur utan um Upptaktinn á Aust­ur­landi.

Upptakt­urinn nýtur stuðn­ings frá Uppbygg­ing­ar­sjóði Aust­ur­lands.

Frekari upplýs­ingar: tonleikahus@tonleikahus.is // Tónlist­ar­mið­stöð Aust­ur­lands