Uppbygg­ing­ar­sjóður Aust­ur­lands

Hlut­verk og tilgangur Uppbygg­ing­ar­sjóðs Aust­ur­lands er að styrkja menn­ingar–, atvinnu– og nýsköp­un­ar­verk­efni á Aust­ur­landi í samræmi við samning um Sókn­aráætlun lands­hlutans.

Uppbygg­ing­ar­sjóður Aust­ur­lands er samkeppn­is­sjóður og eru umsóknir metnar út frá mark­miðum og áherslum sem fram koma í Sókn­aráætlun Aust­ur­lands 2020–2024 og þeim reglum og viðmiðum sem hér koma fram. Úthlutað er úr sjóðnum árlega til verk­efna á sviði menn­ingar annars vegar, þar á meðal stofn– og rekstr­ar­styrkjum, og til atvinnu– og nýsköp­un­ar­verk­efna hins vegar. Aust­urbrú fer með umsýslu og verk­efna­stjórn Uppbygg­ing­ar­sjóðs í umboði Sambands sveit­ar­fé­laga á Aust­ur­landi (SSA). Fagráð og úthlut­un­ar­nefnd Uppbygg­ing­ar­sjóðs eru skipuð af stjórn SSA.

Komdu og fáðu aðstoð með að sækja um í Uppbyggingarsjóð Austurlands.#komdu-og-fadu-adstod-med-ad-saekja-um-i-uppbyggingarsjod-austurlands

Vinnu­stofa þar sem umsækj­endur geta fengið kynn­ingu og leið­sögn varð­andi umsókna­ferlið verður á Vopna­firði 6. október í Kaup­vangi kl. 13:00— 15:00. 

Vinnu­stofur hefjast á kynn­ingu á Uppbygg­ing­ar­sjóði, úthlut­un­ar­reglum og vinnu­lagi við umsóknir. Eftir það veitir ráðgjafi viðtöl vegna einstakra umsókna og verk­efna­hug­mynda.

Athugið að nauð­syn­legt er að skrá sig á vinnu­stof­urnar í síðasta lagi daginn áður en þær eru haldnar. Viðburð­urinn um vinnu­stofur á Aust­ur­landi er á Face­book og má nálgast hér.

Á vefsíðu Aust­ur­brúar má finna frekari upplýs­ingar um sjóðinn.

Umsókn­ar­frestur í Uppbygg­ing­ar­sjóð Aust­ur­lands er til 16. október.