Tillaga að Svæð­is­skipu­lagi Aust­ur­lands 2022 til 2044

Svæð­is­skipu­lags­nefnd fjög­urra sveit­ar­fé­laga á Aust­ur­landi (SSA) hefur auglýst tillögu að svæð­is­skipu­lagi fyrir Aust­ur­land, þ.e. Svæð­is­skipulag Aust­ur­lands 2022 til 2044, samkvæmt 24. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

Í svæð­is­skipu­lagstil­lög­unni er sett fram sameig­inleg stefna sveit­ar­fé­lag­anna í lands­hlut­anum á sviði umhverfis, efna­hags, samfé­lags og menn­ingar með það að mark­miði að Aust­ur­land verði æ betra til búsetu, atvinnu og ferða­laga.

Svæð­is­skipu­lags­gögnin eru til sýnis á vef Aust­ur­brúar og í samráðs­gátt stjórn­valda.

Athuga­semdir þurfa að berast rafrænt í samráðs­gátt stjórn­valda eða á netfangið svaed­is­skipulag@aust­urbru.is, eigi síðar en 20. ágúst 2022.