Tilkynning frá þorra­blóts­nefnd

Kæru Vopn­firð­ingar. 

Þorra­blóts­nefnd hefur ákveðið að ákveða ekki neitt að svo stöddu um það hvort, hvenær eða hvernig þorra­blótið árið 2022 verður.

Nefndin mun hittast aftur fljót­lega á nýju ári og ákveða fram­haldið.

Gerið nú eitt­hvað skemmti­legt af ykkur um hátíð­irnar og við getum vonandi gert grín að ykkur á nýju ári.

Jóla­kveðjur,

Þorra­blóts­nefnd 2021 og 2022 en vonandi ekki 2023!