Uppfærð tilkynning frá aðgerða­stjórn á Aust­ur­landi 10. nóvember 2021

Á Vopna­firði bættist við eitt nýtt smit eftir sýna­töku gærdagsins svo nú eru alls 9 í einangrun á Vopna­firði.

Tölu­verður fjöldi er í sóttkví og smitgát. Aftur verður boðið upp á sýna­töku á Vopna­firði í dag á milli 17-18 og eru íbúar hvattir til að mæta í skimun. Í samráði við aðgerða­stjórn Aust­ur­lands var ákveðið að hafa grunn­skóla og leik­skóla lokaða á morgun, fimmtudag á meðan beðið er eftir niður­stöðum úr sýna­töku dagsins.

Ekki hafa bæst við nein ný smit á Egils­stöðum en opið var í sýna­töku í hádeginu og niður­stöður ættu að liggja fyrir í kvöld.

Í ljósi fjölda smita sem greinst hafa síðustu daga hvetur aðgerða­stjórn til varkárni í hvívetna. Full ástæða er til að gæta sérstak­lega að persónu­bundnum sótt­vörnum eins og grímu­notkun, hand­þvotti og spritt­notkun.                                                                                                                                                                                         

Aðgerða­stjórn vill auk þess árétta eftir­far­andi:

Fylgjum innan­lands­reglum eins og hingað til og göngum lengra ef vill.  Persónu­bundnar sótt­varnir kunnum við og ráðum yfir og getum því gengið lengra en opin­berar reglur kveða á um. Allt til að verja okkur sjálf og meðborgara okkar.

Ef við höfum einkenni – förum þá í sýna­töku og sýnum fulla gát meðan beðið er niður­stöðu. Höldum okkur til hlés.

Munum að þó við séum búin að fá leið á veirunni þá er hún hreint ekki búin að fá leið á okkur og gerir suma enn alvar­lega veika.

Fljót­lega verður mark­visst farið að bjóða fólki þriðju bólu­setn­ingu (örvun­ar­skammt), enda sé hálft ár liðið frá sprautu nr. tvö. Slík viðbót hefur sýnt sig stór­lega bæta varnir okkar gegn Covid-19 og er því mikil­vægur liður í að takast á við Covid-bylgjuna sem nú stendur yfir og minnka líkur á að enn þurfi að herða mjög á sótt­vörnum innan­lands.

Viðburða­hald:

    1. Aðgerða­stjórn hvetur þá sem halda viðburði, svo sem jóla­hlað­borð, að skoða þann mögu­leika að krefjast neikvæðs hrað­prófs sem ekki má vera eldra en 48 klst gamalt, jafnvel þó slíkt gangi lengra en reglur segja til um.
    2. Ósk um slíkt má senda á netfangið sott­varnir@hsa.is

 

Fyrir­tæki og stofn­anir:

Aðgerða­stjórn hvetur fyrir­tæki og stofn­anir til að huga að sínum innri málum líkt og gert var í fyrri bylgjum farald­ursins.