Syndum — Landsátak í sundi

Íþrótta- og Ólymp­íu­sam­band Íslands í samstarfi við Sund­sam­band Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. – 30. nóvember 2023.

Syndum er heilsu- og hvatn­ingar­átak sem höfðar til allra lands­manna. Sund er fyrir alla óháð aldri, bakgrunni eða líkam­legu ástandi.

Átakið var fyrst haldið 2021 og þá syntu lands­menn samtals 11,6 hringi í kringum landið. Í fyrra voru syntir 10.2 hringir en mark­miðið í ár er að fá enn fleiri til að vera með og uppgötva hvað sund er frábær alhliða hreyfing.

Syndum saman í kringum Ísland. Allir skráðir sund­metrar safnast saman og verða sýni­legir á forsíðu átaksins.
Þar verður einnig hægt að fylgjast með hversu marga hringi lands­menn hafa synt í kringum Ísland.
Nánari upplýs­ingar á www.syndum.is