Sýna­töku­tímar vikunnar hjá heilsu­gæsl­unni á Vopna­firði

Heilsu­gæslan á Vopna­firði auglýsir sýna­töku­tíma vikunnar:

Mánu­dagur 3. janúar – AFLÝST VEGNA VEÐURS

Þriðju­dagur 4. janúar – 8:10 til 8:40

Miðviku­dagur 5. janúar – 7:30 til 8:00

Fimmtu­dagur 6. janúar – 8:10 til 8:30

Föstu­dagur 7. janúar – 11:00 til 11:30

Mikil­vægt er að bóka sýna­töku á heilsu­vera.is, þá er valið Covid-19 úr list­anum til vinstri og síðan „bóka einkenna­sýna­töku“. Þá er hakað við þau einkenni sem eiga við en einkenna­lausir geta einnig mætt í skimun og haka þá við „skv. tilmælum rakn­ingat­eymis“. Stað­setning sýna­töku er valin sem „Egils­staðir“ og þá fær viðkom­andi sent strika­merki í símann sem þarf að fram­vísa á sýna­tökustað. Foreldrar geta bókað sýna­töku fyrir börn sína á heilsu­vera.is á sama hátt. Ef einhver vand­ræði eru með að fá sent strika­merki þá verður hægt að aðstoða fólk á staðnum.