Svæð­isáætlun um úrgangsmál 2025-2035, tillaga til kynn­ingar

Aust­urbrú vinnur að gerð svæð­isáætl­unar um meðhöndlun úrgangs á Aust­ur­landi í samræmi við samkomulag sveit­ar­fé­lag­anna á Aust­ur­landi. Aust­urbrú hefur stýrt verk­efninu, sem hefur verið í vinnslu frá 2022. Verk­efnið er liður í stefnu stjórn­valda um að þróa hringrás­ar­hag­kerfi og auka sjálf­bærni í meðhöndlun úrgangs.

Svæð­isáætlun er laga­skylda skv. lögum um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003. Sveit­ar­stjórn, einni eða fleiri í samein­ingu, ber skv. lögunum að semja og stað­festa svæð­isáætlun sem gildir fyrir viðkom­andi svæði til tólf ára í senn og skal sú áætlun fylgja stefnu um meðhöndlun úrgangs og stefnu um úrgangs­for­varnir.

Í svæð­isáætlun eiga m.a. að koma fram upplýs­ingar um stöðu úrgangs­mála á svæðinu, aðgerðir til að bæta endur­notkun, endur­nýt­ingu og förgun og hvernig sveit­ar­stjórn hyggst ná mark­miðum stefnu um meðhöndlun úrgangs og stefnu um úrgangs­for­varnir. Þetta felur m.a. í sér skoðun á þörf fyrir innviði fyrir meðhöndlun úrgangs á svæðinu. Að lokinni auglýs­ingu og kynn­ingu áætl­un­ar­innar skulu hlut­að­eig­andi sveit­ar­stjórnir stað­festa hana og skal hún vera aðgengileg almenn­ingi.

Tillaga að svæð­isáætlun, ásamt umhverf­is­mats­skýrslu í samræmi við III. kafla laga um umhverf­ismat fram­kvæmda og áætlana, nr. 111/2021, liggur nú fyrir og gefst almenn­ingi sex vikna frestur til að kynna sér tillöguna og umhverf­is­mats­skýrsluna og koma athuga­semdum sínum á fram­færi áður en áætl­unin verður afgreidd af sveit­ar­stjórnum Aust­ur­lands. Hægt er að kynna sér tillöguna á vef Aust­ur­brúar, heima­síðum sveit­ar­fé­lag­anna og á vefsíðu Environice.

Skrif­legar ábend­ingar og athuga­semdir skulu berast í síðasta lagi 28. apríl 2025 á netfangið sara@aust­urbru.is eða í pósti á heim­il­is­fangið:

Aust­urbrú, Vopna­firði
v/ Svæð­isáætl­unar um meðhöndlun úrgangs á Aust­ur­landi
Hafn­ar­byggð 19
690 Vopna­firði

Tímarammi: Verkið hófst í sept­ember 2024. Verkinu lýkur með endan­legri afgreiðslu sveita­stjórna Aust­ur­lands á svæð­isáætl­un­inni í maí/júní 2025.
Útgáfa: Svæð­isáætlun Aust­ur­lands 2025-2035 tillaga 170325