Styrkút­hlutun úr Uppbygg­ing­ar­sjóði Aust­ur­lands

Síðast­liðinn mánudag var 57,2 millj­ónum króna úthlutað úr Uppbygg­ing­ar­sjóði Aust­ur­lands til 58 verk­efna. 

Styrkupp­hæðin skiptist á milli 29 menn­ing­ar­verk­efna, 26 verk­efna á sviði atvinnu­þró­unar og nýsköp­unar og loks fá þrjú verk­efni stofn- og rekstr­ar­styrki. Alls bárust 100 umsóknir upp á 198 millj­ónir króna í sjóðinn að þessu sinni. Heild­ar­kostn­aður verk­efna er um 550 millj­ónir króna.

„Engum dylst sá metn­aður sem einkennir menn­ing­ar­starf Aust­firð­inga. Fjöl­breytnin, kraft­urinn og gæðin eru allt um kring og svo sann­ar­lega til fyrir­myndar. Maður fær það einhvern vegin á tilfinn­inguna að það búi í raun miklu fleiri á Aust­ur­landi miðað við alla þá virkni sem á sér stað í menn­ing­ar­lífi svæð­isins,“ sagði Lilja Alfreðs­dóttir, menn­ingar- og viðskipta­ráð­herra.

Það er ánægju­legt að greina frá því að í þessari úthlutun voru fjögur vopn­firsk verk­efni sem hlutu styrk:

  • Valkyrja danslist­ar­skóli – 1.400.000 kr. 
  • Vonar­ljós iðju­þjálfun – 1.000.000 kr. 
  • Safn um sögu land­pósta í Vopna­firði – 300.000 kr. 
  • Ferða­þjón­ustan Síreks­stöðum – 300.000 kr. 

Við óskum styrk­höfum inni­lega til hamingju og óskum þeim góðs gengis!

Nánar um úthlut­unina