Störf án stað­setn­ingar

Vakin er athygli á því að Samband íslenskra sveit­ar­fé­laga auglýsir nú laus til umsóknar þrjú störf án stað­setn­ingar.

Um er að ræða tvö störf er snúa að staf­rænni umbreyt­ingu sveit­ar­fé­laga og starf forvarn­ar­full­trúa sveit­ar­fé­laga.

Spennandi störf í þágu stafrænnar umbreytingar sveitarfélaga#spennandi-storf-i-thagu-stafraennar-umbreytingar-sveitarfelaga

Samband íslenskra sveit­ar­fé­laga leitar að tveimur fram­sýnum og metn­að­ar­fullum verk­efna­stjórum til að starfa í nýju staf­rænu teymi sveit­ar­fé­lag­anna á vegum Sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga. Teymið mun vinna að fram­kvæmd sameig­in­legra verk­efna á sviði staf­rænna umbreyt­inga. Annars vegar með áherslu á verk­efn­is­stjórnun vegna þróunar sameig­in­legrar þjón­ustu­lausna og þekk­ing­ar­vefs og hins vegar vegna mótunar tækni­stefnu og tækn­istrúktúrs.

Um er að ræða störf til tveggja ára og verður teymið leitt af leið­toga staf­ræna teym­isins. Þeir sem ráðnir verða þurfa að hafa skýra sýn á þau tæki­færi sem stafræn umbreyting felur í sér, frum­kvæði, kraft og metnað til að hrinda breyt­ingum í fram­kvæmd með góðum árangri. Þeir þurfa að búa yfir góðum samskipta- og samstarfs­hæfi­leikum, getu til að taka ákvarð­anir og breiðri þekk­ingu sem nýtist í starfi.

Nánari upplýs­ingar um störfin.

Brennur þú fyrir forvörnum?#brennur-thu-fyrir-forvornum

Samband íslenskra sveit­ar­fé­laga auglýsir stöðu forvarna­full­trúa sem mun vinna að því að styðja við fram­kvæmd aðgerða­áætl­unar 2021-2025 um skipu­lagðar forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferð­is­legu og kynbundnu ofbeldi og áreitni.

Leitað er að dríf­andi leið­toga sem brennur fyrir málefninu og hefur til að bera frum­kvæði, sjálf­stæði í vinnu­brögðum, framúrsk­ar­andi hæfni í samskiptum, getu til að miðla efni í ræðu og riti, nákvæmni í vinnu­brögðum og skipu­lags­hæfi­leika. Þá krefst starfið þverfag­legs samstarfs og teym­is­vinnu.

Um er að ræða tíma­bundið starf til tveggja ára með mögu­leika á fram­leng­ingu.

Nánari upplýs­ingar um starfið.