Samstarfs­verk­efni um stafræn sveit­ar­félög

Stafræn umbreyting snýst um umbætur á þjón­ustu og vinnu­lagi með tækninýj­ungum. Þetta er mjög stórt breyt­inga­verk­efni bæði fyrir hið opin­bera sem og einka­geirann en ávinn­ing­urinn er að einfalda líf íbúa og bæta skil­virkni og rekstur. Umbætur með hagnýt­ingu tækn­innar auðvelda íbúum að sækja þjón­ustu, fækka hand­tökum starfs­manna, auka gagnsæi og rekj­an­leika og gefa færi á betri nýtingu upplýs­inga og gagna.   

 

Samband íslenskra sveit­ar­fé­laga réð breyt­inga­stjóra um staf­ræna umbreyt­ingu í lok árs 2019 til að vinna að staf­rænu samstarfi sveit­ar­fé­laga í samræmi við stefnu­mörkun lands­þings sambandsins fyrir það kjör­tímabil sem nú er að renna sitt skeið á enda. Breyt­inga­stjóri byrjaði á því að setja á lagg­irnar faghóp um staf­ræna umbreyt­ingu sem er skip­aður staf­rænum sérfræð­ingum sveit­ar­fé­laga. Í kjöl­farið samþykkti stjórn sambandsins að skipa staf­rænt ráð sveit­ar­fé­laga með full­trúum frá öllum lands­hluta­sam­tökum sveit­ar­fé­laga og Reykja­vík­ur­borg til að vera tengi­liður við sveit­ar­fé­lögin og styðja við uppbygg­ingu staf­ræns samstarfs þeirra.  Í júní 2021 var svo stofnað staf­rænt umbreyt­ingat­eymi sambandsins með þremur sérfræð­ingum til að vinna að fram­kvæmd staf­rænna samstarfs­verk­efna sveit­ar­fé­laga. Stjórn sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga samþykkti jafn­framt að sambandið yrði aðili að stefnu um staf­ræna þjón­ustu hins opin­bera 

 

Vefsíðan https://stafraen.sveit­ar­felog.is/ er stuðn­ings- og upplýs­inga­siða um staf­rænt samstarf sveit­ar­fé­laga. Þar er hægt að  sjá hvaða samstarfs­verk­efni sveit­ar­fé­laga sem eru í gangi. Þar er einnig verk­færak­ista fyrir staf­ræna umbreyt­ingu sveit­ar­fé­laga með snið­máti og leið­bein­ingum,  t.d. um áhættu­grein­ingar. Til viðbótar hafa verið settar inn á síðuna tækni­lausnir sem sveit­ar­fé­lögin geta sjálf sett upp á sínum síðum á einfaldan hátt, svo sem reiknivél fyrir leik­skóla­gjöld, sorp­hirðu­da­gatal og fl. Auk þess eru þar reynslu­sögur sveit­ar­fé­laga til að yfir­færa staf­ræna reynslu á milli þeirra. Vefsíðan er einnig frétta­veita um það sem er að gerast í staf­rænni umbreyt­ingu sveit­ar­fé­laga. Jafn­framt er gefið út mánað­ar­lega frétta­bréf  sem hægt er að gerast áskrif­andi að eða fylgja Face­book síðunni Stafræn sveit­ar­félög 

 

Fram­sýnir leið­togar sveit­ar­fé­laga um allan heim leggja nú áherslu á að kveðja áratuga gamlar hugmyndir um verk­ferla og þjón­ustu og horfa í meira mæli til nýrra tíma þar sem þjón­ustan við íbúa og fyrir­tæki er að miklu leyti stafræn, starfs­fólk vinnur í verk­efnamiðuðu umhverfi, gögn eru hagnýtt til að bæta ákvörð­un­ar­töku og sjálf­bærni sett í forgang.  

 

Stafræn umbreyting er komin til að vera. Sveit­ar­félög þurfa að móta stefnu í þessum málum og fylgja þeirri þróun sem á sér stað allt í kringum okkur. Upplýs­inga­tækni­kerfi sveit­ar­fé­laga þurfa að styðja við aukinn hraða í þróun, sjálf­virkni og gagna­vinnslu og huga þarf að samvirkni innri og ytri kerfa .