Hefur þú áhuga á að taka þátt í verk­efninu Smáheimar íslenskra þjóð­sagna?

Smáheimar íslenskra þjóð­sagna er samstarfs­verk­efni Vopna­fjarð­ar­hrepps og Aust­ur­brúar ses. en í verk­efnið er nýttur menn­ing­ar­styrkur SSA til jaðar­svæða fyrir árið 2021.

Verk­efnið snýst um að ná saman hópi hand­verks­fólks til þess að vinna litlar sviðs­myndir (módel) sem sýna þekkt atvik úr íslenskum þjóð­sögum. Í lok verk­efn­isins verður haldin sýning á verk­unum.

Sigrún Lára Shanko, lista­kona, hefur umsjón með verk­efninu.

Hér með er auglýst eftir laghentu hand­verks­fólki af hvaða kyni sem er til að taka þátt í þessu áhuga­verða verk­efni.

Nánari upplýsingar#nanari-upplysingar

Áhuga­samir aðilar eru beðnir að hafa samband við Sigrúnu Láru í síma 895 9165.