Skoð­un­ar­áætlun eldvarn­ar­eft­ir­lits Slökkvi­liðs Múla­þings

Hér að neðan má sjá skoð­un­ar­áætlun eldvarna­eft­ir­lits Slökkvi­liðs Múla­þings fyrir árið 2025, en samkvæmt reglu­gerð nr. 723/2017 um eldvarnir og eldvarn­ar­eft­irlit ber slökkvi­liðs­stjóra að gefa út eftir­litsáætlun ársins þar sem gerð er grein fyrir því hvaða mann­virki, lóðir og starf­semi í sveit­ar­fé­laginu munu sæta eldvarn­ar­eft­ir­liti það árið og birta á heima­síðu sveit­ar­fé­lagsins.

Listaðar eru upp bygg­ingar sem annað hvort þurfa skoðun árlega eða fjórða hvert ár. Við ákvörðun um skoðun er stuðst við bygg­ing­a­reglu­gerð og reglu­gerð um eldvarnir og eldvarna­eft­irlit. Viðbúið er að fleiri bygg­ingar en þær sem eru á list­anum verði skoð­aðar eftir því sem ástæða þykir til. Eldvarna­eft­ir­litið hefur samband við eigendur bygg­inga til að fast­setja skoð­un­ar­tíma þegar kemur að skoðun. Eldvarna­eft­irlit er mikil­vægur þáttur í forvörnum og eru eigendur bygg­inga hvattir til að bregðast sem fyrst við athuga­semdum ef einhverjar eru. Benda má á að eigendur bygg­inga geta alltaf haft samband við eldvarna­eft­ir­litið til að fá upplýs­ingar og leið­bein­ingar í gegnum netfangið baa@eldvarna­eft­irlit.is. Einnig geta eigendur bygg­inga óskað eftir því að fá eldvarna­eft­ir­litið í heim­sókn ef þurfa þykir.