Sara Elísabet hefur látið af störfum sem sveit­ar­stjóri Vopna­fjarð­ar­hrepps

Samkomulag hefur náðst um starfslok sveit­ar­stjóra, Söru Elísa­betar Svans­dóttur, hjá sveit­ar­fé­laginu og mun hún ljúka störfum þann 8. mars nk.

Sara Elísabet starfaði fyrst sem skrif­stofu­stjóri frá árinu 2019 og síðar sem sveit­ar­stjóri frá árinu 2020. Sveit­ar­stjóri hefur staðið með sveit­ar­stjórn í að leysa mörg flókin mál sem snúa að stjórn­sýslu sveit­ar­fé­lagsins og þakkar sveit­ar­stjórn Söru Elísabet fyrir samstarfið og óskar henni velfarn­aðar í fram­tíð­inni.

Sara Elísabet Svans­dóttir þakkar fyrir góð kynni og samskipti í gegnum árin og þakkar samstarfs­fólki sínu fyrir gott samstarf.