Samkomulag hefur náðst um starfslok sveitarstjóra, Söru Elísabetar Svansdóttur, hjá sveitarfélaginu og mun hún ljúka störfum þann 8. mars nk.
Sara Elísabet starfaði fyrst sem skrifstofustjóri frá árinu 2019 og síðar sem sveitarstjóri frá árinu 2020. Sveitarstjóri hefur staðið með sveitarstjórn í að leysa mörg flókin mál sem snúa að stjórnsýslu sveitarfélagsins og þakkar sveitarstjórn Söru Elísabet fyrir samstarfið og óskar henni velfarnaðar í framtíðinni.
Sara Elísabet Svansdóttir þakkar fyrir góð kynni og samskipti í gegnum árin og þakkar samstarfsfólki sínu fyrir gott samstarf.