Samþykkt Svæð­is­skipulag Aust­ur­lands 2022 til 2044

Svæð­is­skipu­lags­nefnd Sambands sveit­ar­fé­laga á Aust­ur­landi (SSA) samþykkti þann 2. sept­ember 2022 tillögu að Svæð­is­skipu­lagi Aust­ur­lands 2022–2044 í samræmi við 25. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 ásamt umhverf­is­mats­skýrslu í samræmi við 16. gr. laga um umhverf­ismat fram­kvæmda og áætlana nr. 111/2021. Svæð­is­skipulag Aust­ur­lands 2022-2044 markar sameig­in­lega fram­tíð­arsýn Fjarða­byggðar, Fljóts­dals­hrepps, Múla­þings og Vopna­fjarð­ar­hrepps fyrir lands­hlutann.

Tillagan var auglýst þann 7. júlí 2022 í samræmi við 24. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 og 15. gr. laga um umhverf­ismat fram­kvæmda og áætlana nr. 111/2021. Athuga­semda­frestur rann út þann 20. ágúst 2022 og bárust sjö athuga­semdir. Gerðar voru nokkrar lagfær­ingar á tillög­unni vegna þeirra. Tillagan var því næst samþykkt af sveit­ar­stjórnum Fjarða­byggðar, Múla­þings, Fljóts­dals­hrepps og Vopna­fjarð­ar­hrepps á fundum í sept­ember 2022.

Svæð­is­skipu­lags­nefnd SSA hefur afgreitt svæð­is­skipu­lagstil­löguna til Skipu­lags­stofn­unar og tekur Svæð­is­skipulag Aust­ur­lands 2022–2044 gildi þegar afgreiðslu Skipu­lags­stofn­unar lýkur og tillagan hefur verið birt í B-deild Stjórn­ar­tíð­inda. Tillöguna ásamt fund­ar­gerð svæð­is­skipu­lags­nefndar, þar sem athuga­semdir voru afgreiddar, má skoða hér.

Svæð­is­skipu­lags­nefnd SSA