Orku­sjóður úthlutar Vopna­fjarð­ar­hreppi styrk til jarð­hita­leitar

Tilkynnt hefur verið um úthlutun styrkja úr Orku­sjóði til nýrra verk­efna við leit og nýtingu jarð­hita 2023—2025  til almennrar húshit­unar á svæðum þar sem nú er notuð raforka og/eða olía til húshit­unar.

Vopna­fjarð­ar­hreppur er sem kunnugt er „kalt svæði“ og sótti um styrk í verk­efnið í sumar. Alls bárust 25 umsóknir. Nú hefur verið tilkynnt að Vopna­fjarð­ar­hreppur er eitt átta verk­efna sem hlaut styrk og fékk sveit­ar­fé­lagið úthlutað 40 mkr.

Styrk­urinn verður nýttur í að leita eftir heitu vatni í sveit­ar­fé­laginu á næstu miss­erum.

Hér má sjá nánar um jarhita­leitar­átakið.