Íþróttahús Vopna­fjarðar auglýsir

Opnun líkams­rækt­ar­stöðvar hefur verið ákveðin með ströngum skil­yrðum um sótt­varnir:

  • Fyrsti opnun­ar­dagur með þessu fyrir­komu­lagi verður fimmtu­dag­urinn 21. janúar 2021.
  • Nauð­syn­legt er að gestir panti tíma hyggist þeir nýta sér aðstöðu í líkams­rækt.
  • Aðeins einn gestur getur æft í einu og í hámark 60 mínútur í senn.
  • Gestir passa að mæta þvegnir og spritt­aðir í bak og fyrir.
  • Búnings­klefar eru ekki opnir fyrir gesti líkams­ræktar.
  • Grímu­skylda er á göngum.
  • Hver og einn sótt­hreinsar samvisku­sam­lega eftir sig þau tæki sem hann notar.

Við treystum því að fólk virði þessar reglur og fylgi þeim í einu og öllu.

Öðru­vísi er ekki hægt að bjóða upp á þennan mögu­leika.

Tímapantanir #timapantanir

Tekið er á móti tímapönt­unum í síma 473 1492 frá klukkan 10 dag hvern og aðeins er bókað fyrir einn dag í senn.