Nýr vefur og ásýnd

Í dag er kynntur til leiks nýr vefur Vopna­fjarð­ar­hrepps. Lengi hefur staðið til að bæta rafræna ásýnd sveit­ar­fé­lagsins og ljóst að uppfærsla væri brýn.

Undir­bún­ingur vinn­unnar hófst á vormán­uðum 2019. Fljót­lega var ákveðið að til að vinna við nýjan vef myndi nýtast sem best væri gott að uppfæra um leið alla graf­íska ásýnd Vopna­fjarð­ar­hrepps og ráðist í mörk­un­ar­vinnu (e. branding).

Til verksins var fengin Kolofon hönn­un­ar­stofa. Þegar útbúa átti nýtt einkenni fyrir sveit­ar­fé­lagið kom í ljós að byggða­merki Vopna­fjarðar uppfyllti ekki kröfur sem settar eru um byggð­ar­merki og hlyti því ekki skrán­ingu sem slíkt hjá Hugverka­stof­unni. Hér gafst því tæki­færi að stíga skref til baka og hugsa alla graf­íska ásýnd Vopna­fjarð­ar­hrepps upp á nýtt, þar með talið merki sveit­ar­fé­lagsins.

Það er mikið gleðiefni að kynna fyrir íbúum nýjan vef og nýtt merki í dag. Ég vona að uppfærður drekinn falli vel í kram Vopnfirðinga. Vefurinn er gerður til að þjóna íbúum og gestum þeirra sem best, auka skilvirkni í stjórnsýslu, stytta boðleiðir og auðvelda störf sveitarfélagsins.

Sara Elísabet Svansdóttir, sveitarstjóri

Hér á Sara Elísabet meðal annars við að nýr vefur er þannig úr garði gerður að hann taki tillit til aðgengis fyrir alla. Þá stendur til að á allra næstu mánuðum verði tekin enn frekari skref í átt til rafrænnar stjórn­sýslu þegar allar umsóknir verða gerðar rafrænar.