Nýjar upplýs­ingar um stöðu mála vegna Covid 19

Á morgun sunnu­daginn 16. janúar klukkan 13:00 verður sýna­taka í bílskúrnum við Heilsu­gæsluna á Vopna­firði.  Í ljósi þess að enn eru að greinast smit hér í okkar sveit­ar­fé­lagi, líkt og víða annars­staðar, hvetjum við alla þá sem eru með einkenni eða hafa mögu­lega verið útsettir fyrir smiti, að mæta í sýna­töku og halda sig til hlés á meðan beðið er eftir niður­stöðum. Fólk skráir sig í sýna­töku á heilsu­vera.is.

Aðgerða­stjórn á Aust­ur­landi hvetur sem fyrr alla til að kynna sér nýjar og nokkuð breyttar sótt­varn­ar­að­gerðir sem tóku gildi á miðnætti í gær. Um þær má lesa almennt, skoða reglu­gerðina og lesa minn­is­blað Þórólfs Guðna­sonar sótt­varna­læknis á hlekknum: Stjórn­ar­ráðið | COVID-19: Almennar samkomutak­mark­anir hertar á miðnætti (stjornarradid.is)