Nýbygging við Skála­nes­götu

Fram­kvæmdir eru í fullum gangi við bygg­ingu á samtals átta íbúðum í tveimur raðhúsum við Skála­nes­götu. Um er að ræða vand­aðar, full­búnar íbúðir með einu eða tveimur svefn­her­bergjum. Sex af þessum íbúðum eru í eigu Vopna­fjarð­ar­hrepps og eru hér með auglýstar til leigu.

Íbúð­irnar verða leigðar út með innrétt­ingum og helstu tækjum í eldhúsi (ísskáp, uppþvottavél, ofni og hellu­borði) og á baði (innrétting, sturtu­klefi og vegg­hengt WC). Viðarp­arket og flísar eru á gólfum. Gólf­hiti er á baði og í anddyri.

Íbúð­irnar við Skála­nes­götu 8b, 8c, 8d,8e, 8f og 8g:

  • Tveggja herbergja íbúð (eitt svefn­her­bergi), samtals 55,9 fermetrar að stærð.
  • Þriggja herbergja íbúð (tvö svefn­her­bergi), samtals 78,1 fermetrar að stærð.
  • Verönd er fyrir utan stofu. Í stofu og eldhúsi er hátt til lofts (uþb. 3,2m) Lóð verður tyrfð og bíla­stæði hellu­lögð.
  • Húsin eru timb­urhús með einhalla þaki, dökkgrá timb­urklæðning er á útveggjum. Gluggakarmar eru úr PVC.

Auglýst er eftir umsóknum um íbúð­irnar.

Umsókn­ar­frestur er til og með 1.október 2020.