Matarmót Matarauðs Austurlands verður haldið í Valaskjálf á Egilsstöðum þann 11. nóvember nk.
Dagskráin hefst með málþingi kl. 10. Sjá nánari dagskrá í meðfylgjandi boðsbréfi og á heimasíðu Austurbrúar.
Í ár geta einstaklingar og fyrirtæki sem eru að vinna úr austfirskum hráefnum, en eru ekki komin með tilskilin leyfi til sölu, kynnt vöru sína og kannað þannig áhuga gesta með því að skrá sig á básinn Matur í mótun. Hálft borð 3.000 og heilt borð 6.000 (20% afsláttur fyrir samstarfsaðila Austurbrúar).
Vopnfirðingar eru hvattir til að mæta á Matarmótið. Þá eru matvælaframleiðendur og þeir sem eru með mat í mótun að tryggja sér bás á Matarmótinu til að kynna vörur sínar fyrir hugsanlegum kaupendum. Þeir sem hafa tilskilin leyfi mega selja vörur á básunum en þeir sem verða í básnum Matur í mótun mega gefa smakk.
Nánari upplýsingar veitir Arna Björg Bjarnadóttir, arna@austurbru.is, Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir, dora@austurbru.is og Alda marín Kristinsdóttir, aldamarin@austurbru.is.