Matarmót Matar­auðs Aust­ur­lands

Matarmót Matar­auðs Aust­ur­lands verður haldið í Vala­skjálf á Egils­stöðum þann 11. nóvember nk.

Dagskráin hefst með málþingi kl. 10. Sjá nánari dagskrá í meðfylgj­andi boðs­bréfi og á heima­síðu Aust­ur­brúar.

Í ár geta einstak­lingar og fyrir­tæki sem eru að vinna úr aust­firskum hráefnum, en eru ekki komin með tilskilin leyfi til sölu, kynnt vöru sína og kannað þannig áhuga gesta með því að skrá sig á básinn Matur í mótun. Hálft borð 3.000 og heilt borð 6.000 (20% afsláttur fyrir samstarfs­aðila Aust­ur­brúar).

Vopn­firð­ingar eru hvattir til að mæta á Matar­mótið. Þá eru matvæla­fram­leið­endur og þeir sem eru með mat í mótun að tryggja sér bás á Matar­mótinu til að kynna vörur sínar fyrir hugs­an­legum kaup­endum. Þeir sem hafa tilskilin leyfi mega selja vörur á básunum en þeir sem verða í básnum Matur í mótun mega gefa smakk.

Nánari upplýs­ingar veitir Arna Björg Bjarna­dóttir, arna@aust­urbru.is, Hall­dóra Dröfn Hafþórs­dóttir, dora@aust­urbru.is og Alda marín Krist­ins­dóttir, alda­marin@aust­urbru.is.