Rekstur kaffi­húss í Kaup­vangi

Vopna­fjarð­ar­hreppur leitar tilboða í rekstur kaffi­húss á fyrstu hæð Kaup­vangs við Hafn­ar­byggð á Vopna­firði. Mikil­vægt er að rekstr­ar­aðili sé lipur í mann­legum samskiptum og áhuga­samur um þjón­ustu við ferða­fólk líkt og heima­fólk.

  • Rýmið á fyrstu hæð hentar vel til fram­reiðslu veit­inga og/eða versl­un­ar­reksturs og var þar áður rekið kaffihús.  Rekstur skal hefjast eins fljótt og unnt er vorið 2021 og standa fram á haust.
  • Á annarri hæði hússins er opið sýning­ar­rými og vinnu­að­staða fyrir Aust­urbrú og Fram­halds­skólann á Laugum.

Áhuga­samir eru beðnir um að skila umsóknum á skrif­stofu Vopna­fjarð­ar­hrepps eða rafrænt á skrif­stofa@vfh.is eigi síðar en föstu­daginn 30. apríl nk.

Nánari upplýsingar#nanari-upplysingar