Jóla­sveinar og jólatré

Það var ánægju­legt að sjá hve mikið líf færðist í bæinn seinni part fyrsta sunnu­dags í aðventu þegar jóla­sveinar höfðu boðað komu sína til okkar.

Þar sem ekki var hægt að stefna fólki saman í miðbænum okkarog tendra ljós á jóla­trénu saman eins og venjan er þá brugðu svein­arnir á það ráð að fá sér bílstjóra og rúnta um götur bæjarins til að sýna sig og sjá aðra. Það viðraði vel til útiveru á meðan á þessu stóð og vonandi hafa allir notið sem best.

Þann 1. desember fóru svo elstu börnin af leik­skól­anum Brekkubæ í miðbæinn og tendruðu ljós á jóla­trénu.

Að þessu sinni bauð veður­guðinn upp á 13 stiga hita og 20 m/s en þau létu það ekki á sig fá og sungu og dönsuðu í kringum tréð glöð í bragði. Þennan dag átti leik­skólinn Brekkubær einmitt afmæli en hann var opnaður 1. desember 1991.