Jóla­ljós tendruð með óhefð­bundnu sniði

Vegna samkomutak­markana fögnum við aðvent­unni með breyttu sniði þetta árið.

Í ljósi stöð­unnar í samfé­laginu verður ekki hátíð­legur viðburður fyrsta sunnudag í aðventu eins og hefð er orðin fyrir, þar sem íbúar sveit­ar­fé­lagsins hafa komið saman og notið form­legrar dagskrár við tendrun ljósa á jólatré miðbæj­arins.

Þess í stað mun hópur elstu barna af leik­skól­anum Brekkubæ nýta kennslu­stund fyrir útikennslu til að  tendra ljós trésins á skóla­tíma að morgni þriðju­dagsins 1. desember, en þann dag á leik­skólinn Brekkubær einmitt afmæli og fagnar 29 árum að þessu sinni.

Njótum aðvent­unnar og eigum gleðileg jól!