Íslensku mennta­verð­launin 2021

Íslensku mennta­verð­launin er viður­kenning fyrir framúrsk­ar­andi skólastarf, menntaum­bætur og þróun­ar­verk­efni. Markmið verð­laun­anna er að auka veg menntaum­bót­a­starfs og vekja athygli samfé­lagsins á metn­að­ar­fullu og vönduðu skóla- og frístund­a­starfi með börnum og unglingum. Verð­launin eru veitt í þremur aðal­flokkum:

  1. Framúrsk­ar­andi skólastarf eða menntaum­bætur
  2. Framúrsk­ar­andi kennari
  3. Framúrsk­ar­andi þróun­ar­verk­efni

Að auki er veitt hvatning til einstak­lings, hóps eða samtaka sem stuðlað hafa að menntaum­bótum er þykja skara fram úr.

Hægt er að senda inn tilnefn­ingar til 1. júní n.k.

Nánari upplýs­ingar má finna á vef íslensku mennta­verð­laun­anna.