Hver á skilið á hljóta menn­ing­ar­verð­laun SSA að þessu sinni?

Samband sveit­ar­fé­laga á Aust­ur­landi óskar eftir tilnefn­ingum til Menn­ing­ar­verð­launa SSA árið 2022.

 Verð­launin eru veitt einstak­lingi, stofnun eða félaga­sam­tökum á Aust­ur­landi fyrir eftir­tekt­ar­vert framtak á sviði menn­ingar á undan­förnum árum/áratugum eða einstaks menn­ing­ara­freks sem er öðrum fyrir­mynd. Verð­launin eru í formi verð­launa­fjár að upphæð 250.000 krónur og heið­urs­skjals sem afhent er á haust­þingi SSA.

Tilnefn­ingu skal fylgja stutt grein­ar­gerð um viðkom­andi einstak­ling, stofnun eða félaga­samtök þar sem tilnefn­ingin er rökstudd. Tilnefn­ingar án rökstuðn­ings eru ekki teknar gildar.

Allir hafa rétt á að senda inn tilnefn­ingar. Sjá nánar á heima­síð­unni www.ssa.is

Skila­frestur tilnefn­inga er til 28. ágúst 2022 og skal senda þær á netfangið asdis@aust­urbru.is.

Samband sveit­ar­fé­laga á Aust­ur­landi.