Á dögunum bárust hjúkrunarheimilinu Sundabúð góðar gjafir.
Minningarsjóður Kvenfélagsins Lindarinnar gaf Sundabúð tvo rafdrifna hægindastóla í sameiginlega setustofu íbúa.
Hollvinasamtök Sundabúðar gáfu þrjú sjúkrarúm og þrjú náttborð. Rúmin og náttborðin eru búin öllum helstu eiginleikum til að tryggja öryggi og þægindi skjólstæðinga og góðar vinnuaðstæður starfsfólks.
Hjúkrunarheimilið Sundabúð þakkar Kvenfélaginu Lindinni og Hollvinasamtökum Sundabúðar kærlega fyrir þessar góðu gjafir sem munu svo sannarlega nýtast vel á hjúkrunarheimilinu okkar.

