Fundur bæjar- og sveit­ar­stjóra á Aust­ur­landi

Bæjar- og sveit­ar­stjórar sveit­ar­fé­lag­anna á Aust­ur­landi funduðu á Egil­stöðum síðast­liðinn föstudag 10. nóvember.

Rædd voru ýmis mál og má þar helst nefna stjórn­sýsluna, sorp­málin og það helsta sem er í gangi á hverjum stað.

Lögð er áhersla á aukið samstarf og samvinnu sveit­ar­fé­lag­anna í lands­hlut­anum og stefnt er að því að hafa fundi bæjar- og sveit­ar­stjóra fjórum sinnum á ári.

 

Á mynd­inni má sjá bæjar- og sveit­ar­stjóra sveit­ar­fé­lag­anna á Aust­ur­landi.
Frá vinstri: Jóna Árný Þórð­ar­dóttir, bæjar­stjóri Fjarða­byggðar, Helgi Gíslason, sveit­ar­stjóri Fljót­dals­hrepps og Sara Elísabet Svans­dóttir, sveit­ar­stjóri Vopna­fjarð­ar­hrepps. Á myndina vantar Björn Ingimarsson, sveit­ar­stjóra Múla­þings.