Fuglain­flú­ensa í ref

Á fimmtudag greindist refur, sem var aflíf­aður í Skaga­firði vikuna áður, með fuglaflensu af gerð­inni H5N5.

Nú eru vetr­ar­veiðar á ref í gangi og mikil­vægt er að veiði­menn séu upplýstir um málið ef ske kynni að þeir rækjust á ref sem hegðar sér undar­lega eða virðist mátt­farinn.

Ef hræ af refum finnast þá á að hafa samband við Matvæla­stofnun í gegnum www.mast.is í gegnum hnappinn „Ábend­ingar & fyrir­spurnir“ efst á síðunni.

Nánar um málið á vef Matvæla­stofn­unnar hér.