Frístunda­styrkir barna og ungmenna

2020#2020

Forráða­menn barna sem vilja nýta frístunda­styrk síðasta árs, 2020, en hafa enn ekki óskað eftir því eru vinsam­legast beðnir að hafa samband við skrif­stofu Vopna­fjarð­ar­hrepps fyrir 16. janúar 2021.

2021#2021

Fyrir­komulag á afgreiðslu styrkja fyrir frístund­astarf á árinu 2021 verður með eftir­far­andi hætti:

Foreldri/forráða­maður greiðir þátt­töku­gjöld í nafni barns síns til íþrótta- eða tómstunda­fé­lags og fram­vísar frum­riti kvitt­unar, með nafni iðkanda, ásamt greiðslu­stað­fest­ingu til skrif­stofu Vopna­fjarð­ar­hrepps. Einnig skilar hann inn undir­rituðu umsókn­areyðu­blaði sveit­ar­fé­lagsins vegna frístunda­styrks.

Sveit­ar­fé­lagið afgreiðir umsóknina og milli­færir á reikning viðkom­andi forráða­manns sé umsóknin samþykkt.

 

Reglur um frístundastyrk 2021#reglur-um-fristundastyrk-2021