Forseta­hjónin heim­sækja Vopna­fjarð­ar­hrepp

Guðni Th. Jóhann­esson, forseti Íslands og Eliza Reid, forsetafrú munu koma í opin­bera heim­sókn til Vopna­fjarðar, föstu­daginn 25. mars næst­kom­andi.

Forseta­hjónin munu heim­sækja stofn­anir og fyrir­tæki í sveit­ar­fé­laginu.

Í tilf­efni heim­sókn­ar­innar býður sveit­ar­stjórn til kaffi­sam­sætis í félags­heim­ilinu Mikla­garði kl. 15:00 þann dag. – Öllum íbúum er boðið að koma og hitta forseta­hjónin.

Söng­atriði frá börn­unum úr leik­skól­anum Brekkubæ og Karlakór Vopna­fjarðar.

Hvetjum einstak­linga og fyrir­tæki til að gera snyrti­legt í kringum sig og fjöl­menna í Mikla­garð á föstu­daginn kl. 15:00.