Fjárhagsáætlun Vopnafjarðarhrepps fyrir árin 2023-2026 var samþykkt við seinni umræðu sveitarstjórnar fimmtudaginn 15.desember með fjórum atkvæðum fulltrúa Framsóknar og óháðra, fulltrúar Vopnafjarðarlistans sátu hjá.
Nokkur viðsnúningur verður á milli reksturs fyrri ára og ársins 2023, en mikil óvissa í efnahagslífi þjóðarinnar vegna Covid-19 faraldursins hafði veruleg efnahagsleg áhrif á árunum 2020 og 2021. Á sama tíma tók sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps ákvörðun um að auka fjárfestingar á árinu 2021 til að mæta áðurnefndri niðursveiflu. Með tilkomu loðnuveiða 2022-2023 er ljóst að tekjur sveitarfélagsins munu halda áfram að aukast bæði í sveitarsjóði og hafnarsjóði.
Líkt og undanfarin ár hefur rekstur sveitarfélagsins verið rýndur vel og reynt að greina hvert hann stefnir og hvar hægt er að gera betur. Breytingar á kjarasamningum hafa á undanförnum misserum hækkað launakostnað umtalsvert m.a. annars með styttingu vinnuvikunnar.
Í forsendum áætlunarinnar er gert ráð fyrir að staðgreiðslutekjur aukist um 7.6%, launabreytingar verða um 6,4% og verðbólga áætluð um 5,6% á milli áranna 2022 og 2023.
Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar Vopnafjarðarhrepps fyrir árið 2023 í milljónum kr.:
Rekstrarniðurstaða
Samstæða A hluta jákvæð um 23 m.kr
Samstæða A og B hluta jákvæð um 85 m.kr.
Fjárfestingar
Samstæða A hluta: 59 m.kr
Samstæða A og B hluta: 184 m.kr.
Afborganir langtímalána
Samstæða A hluta: 26,5 m.kr.
Samstæða A og B hluta: 57,7 m.kr.
Í fjárhagsáætlun 2023 eru áætlaðar heildartekjur 1.543 m.kr.
Almennt hækka gjaldskrár í takti við verðlagsbreytingar.
Fjárfestingar ársins 2023 eru áætlaðar 184 millj.kr.
Fjárhagsáætlun Vopnafjarðarhrepps 2023 - 2026#fjarhagsaaetlun-vopnafjardarhrepps-2023-2026
Fjárhagsáætlun VFH 2023-2026 | pdf / 950 kb |