Fjár­hags­áætlun Vopna­fjarð­ar­hrepps samþykkt í sveit­ar­stjórn

Fjár­hags­áætlun Vopna­fjarð­ar­hrepps fyrir árin 2023-2026 var samþykkt við seinni umræðu sveit­ar­stjórnar fimmtu­daginn 15.desember með fjórum atkvæðum full­trúa Fram­sóknar og óháðra, full­trúar Vopna­fjarð­arlistans sátu hjá.

Nokkur viðsnún­ingur verður á milli reksturs fyrri ára og ársins 2023, en mikil óvissa í efna­hags­lífi þjóð­ar­innar vegna Covid-19 farald­ursins hafði veruleg efna­hagsleg áhrif á árunum 2020 og 2021. Á sama tíma tók sveit­ar­stjórn Vopna­fjarð­ar­hrepps ákvörðun um að auka fjár­fest­ingar á árinu 2021 til að mæta áður­nefndri niður­sveiflu. Með tilkomu loðnu­veiða 2022-2023 er ljóst að tekjur sveit­ar­fé­lagsins munu halda áfram að aukast bæði í sveit­ar­sjóði og hafn­ar­sjóði.

Líkt og undan­farin ár hefur rekstur sveit­ar­fé­lagsins verið rýndur vel og reynt að greina hvert hann stefnir og hvar hægt er að gera betur. Breyt­ingar á kjara­samn­ingum hafa á undan­förnum miss­erum hækkað launa­kostnað umtals­vert m.a. annars með stytt­ingu vinnu­vik­unnar.

Í forsendum áætl­un­ar­innar er gert ráð fyrir að stað­greiðslu­tekjur aukist um 7.6%, launa­breyt­ingar verða um 6,4% og verð­bólga áætluð um 5,6% á milli áranna 2022 og 2023.

Helstu niður­stöður fjár­hags­áætl­unar Vopna­fjarð­ar­hrepps fyrir árið 2023 í millj­ónum kr.:

Rekstr­arnið­ur­staða
Samstæða A hluta jákvæð um 23 m.kr
Samstæða A og B hluta jákvæð um 85 m.kr.

Fjár­fest­ingar
Samstæða A hluta: 59 m.kr
Samstæða A og B hluta: 184 m.kr.

Afborg­anir lang­tíma­lána
Samstæða A hluta: 26,5 m.kr.
Samstæða A og B hluta: 57,7 m.kr.

Í fjár­hags­áætlun 2023 eru áætl­aðar heild­ar­tekjur 1.543 m.kr.

Almennt hækka gjald­skrár í takti við verð­lags­breyt­ingar.

Fjár­fest­ingar ársins 2023 eru áætl­aðar 184 millj.kr.

Fjárhagsáætlun Vopnafjarðarhrepps 2023 - 2026#fjarhagsaaetlun-vopnafjardarhrepps-2023-2026