Fjár­hags­áætlun Vopna­fjarð­ar­hrepps 2021 – 2024

Sveit­ar­stjórn Vopna­fjarð­ar­hrepps stað­festi á fundi sínum þann 10. desember 2020, fjár­hags­áætlun Vopna­fjarð­ar­hrepps fyrir árið 2021 og áætlanir til næstu þriggja ára.

Rekstrarafkoma#rekstrarafkoma

Rekstr­araf­koma A og B hluta er áætluð neikvæð um 75 millj­ónir króna á árinu 2021.

Fjár­hags­áætl­unin er sett fram samkvæmt lögum og reglum um reikn­ings­skil sveit­ar­fé­laga. Starf­sem­inni er skipt upp í tvo hluta, A-hluta annars vegar og B-hluta hins vegar. Til A-hluta telst starf­semi sem að hluta eða öllu leyti er fjár­mögnuð með skatt­tekjum. Um er að ræða aðalsjóð, eigna­sjóð og þjón­ustumið­stöð. Til B-hluta teljast fjár­hags­lega sjálf­stæð fyrir­tæki sem að hálfu eða meiri­hluta eru í eigu sveit­ar­fé­lagsins en rekstur þeirra er að stofni til fjár­magn­aður með þjón­ustu­tekjum.

Fjárfestingar#fjarfestingar

Fjár­fest­ingar ársins 2021 eru áætl­aðar 131 milljón króna.

Helstu fjár­fest­ingar á árinu 2021 eru endur­nýjun á þaki og þakkanti á íþrótta­húsi, nýtt gras á fótbolta­völl, hönnun á sund­laug, endur­bætur á þaki í leik­skóla og bætt hljóð­vist hans auk lokafrá­gangs á lóð leik­skólans. Einnig verður skólalóð Vopna­fjarð­ar­skóla hönnuð og betr­um­bætt. Í samgöngum verður farið í að bæta göngu­stíga og bæta við bekkjum. Í Sundabúð verður farið í  múrvið­gerðir og bætta útiað­stöðu. Einnig er reiknað með að leigu­íbúðir verði endur­bættar eftir því sem aðstæður leyfa. Farið verður í fram­kvæmdir við fráveituna í Skála­nesvík.

Áætl­unin gerir ráð fyrir að tekin verði ný lán vegna fram­kvæmda og fjár­fest­inga að fjárhæð 140 millj­ónir.

Skulda­viðmið samstæðu A og B hluta verður 73,7% í árslok 2021 og skulda­hlut­fall samstæðu A og B hluta verður 85,4% í árslok 2021.

Fjárhagsáætlun 2021#fjarhagsaaetlun-2021