Dagur umhverf­isins 25. apríl 2021

Stóri plokk­dag­urinn verður haldinn á Degi umhverf­isins 25. apríl næst­kom­andi og í tilefni hans vill Vopna­fjarð­ar­hreppur hvetja íbúa til að taka þátt í að fegra umhverfi sitt.

Íbúar eru hvattir til að taka til í kringum hús sín og garða og einnig í fjörum og á opnum svæðum eftir því sem veður og aðstæður leyfa.

Það að plokka rusl gefur fólki tæki­færi á að sameina útiveru og hreyf­ingu sem og að sýna umhverfinu og samfé­laginu kærleik í verki.

  • Frábær hreyfing fyrir alla aldurs­hópa
  • Einstak­lings­miðað
  • Hver á sínum hraða
  • Hver ræður sínum tíma
  • Frábært fyrir umhverfið
  • Fegrar nærsam­fé­lagið
  • Öðrum góð fyrir­mynd

Ruslapokar og gámur #ruslapokar-og-gamur

Þeir sem vilja þiggja rusla­poka fyrir verk­efnið geta nálgast þá á skrif­stofu Vopna­fjarð­ar­hrepps, Hamra­hlíð 15, á milli kl. 10 og 14 miðviku­daginn 21. apríl og föstu­daginn 23. apríl.

Einnig er bent á að um helgina verður hægt að losa sig við það rusl sem til fellur í verk­efninu í þar til gerðan gám sem stað­settur verður utan girð­ingar við gáma­svæði safn­stöðvar á Búðaröxl.

Verndum umhverfið!