Dagar myrkurs 2024

Dagar myrkurs verða haldnir 28. október – 3. nóvember í ár.

Hátíðin er sameig­in­lega haust­hátíð allra íbúa á Aust­ur­landi sem fagnar í senn myrkrinu og ljósinu með fjölda viðburða til samveru og nota­legra stunda við kerta­ljós.

Viðburð­irnir hafa verið fjöl­breyttir og má þar nefna kvöld­göngur, bang­sa­göngu­leið, varðeld, kvöldsund, tónleika, lista­sýn­ingar, draugahús, ratleik, félags­vist, skreyttir gluggar, drauga­gangur og aftur­göngur, bílabíó, sviða­messa, myrkra- og grímu­böll, stjörnum og norð­ur­ljósum fagnað og margt, margt fl.

Við á Vopna­firði viljum halda í veglega dagskrá og óskum eftir áhuga­sömum sem vilja taka þátt og vera með viðburði á hátíð­inni.

Einnig óskum við eftir aðilum sem hafa áhuga á að starfa í kringum hátíðina við utan­um­hald og slíkt.

Við hvetjum íbúa, félög og fyrir­tæki til að taka virkan þátt í Dögum myrkurs og njóta samver­unnar.

Frekari upplýsingar veitir#frekari-upplysingar-veitir