Dagar myrkurs verða haldnir 28. október – 3. nóvember í ár.
Hátíðin er sameiginlega hausthátíð allra íbúa á Austurlandi sem fagnar í senn myrkrinu og ljósinu með fjölda viðburða til samveru og notalegra stunda við kertaljós.
Viðburðirnir hafa verið fjölbreyttir og má þar nefna kvöldgöngur, bangsagönguleið, varðeld, kvöldsund, tónleika, listasýningar, draugahús, ratleik, félagsvist, skreyttir gluggar, draugagangur og afturgöngur, bílabíó, sviðamessa, myrkra- og grímuböll, stjörnum og norðurljósum fagnað og margt, margt fl.
Við á Vopnafirði viljum halda í veglega dagskrá og óskum eftir áhugasömum sem vilja taka þátt og vera með viðburði á hátíðinni.
Einnig óskum við eftir aðilum sem hafa áhuga á að starfa í kringum hátíðina við utanumhald og slíkt.
Við hvetjum íbúa, félög og fyrirtæki til að taka virkan þátt í Dögum myrkurs og njóta samverunnar.