Bólu­setning gegn Covid 19

360 einstak­lingar verða bólu­settir gegn Covid-19 á Aust­ur­landi í vikunni. 

Þar af verða 222 einstak­lingar á Vopna­firði bólu­settir. Annars vegar fá íbúar 70 ára og eldri sína seinni bólu­setn­ingu og hins vegar fá einstak­lingar með undir­liggj­andi sjúk­dóma sína fyrri bólu­setn­ingu.

Bólu­efnið sem notast er við kemur frá Pfizer/BioNTech.

Í næstu viku verður haldið áfram að bólu­setja einstak­linga með undir­liggj­andi sjúk­dóma áður en haldið verður áfram inn í aldurs­hópinn 60 til 70 ára, sem er næstur í röðinni. Heil­brigð­is­stofnun Aust­ur­lands notast við boðun­arlista sem gefnir eru út af embætti land­læknis.

Nánar um bólu­setn­ingar gegn Covid-19