Bóka­gjöf til lands­manna — Fjall­konan. Þú ert móðir vor kær

Bókin Fjall­konan. Þú ert móðir vor kær er gjöf til lands­manna frá forsæt­is­ráðu­neytinu og Forlaginu í tilefni af 80 ára afmæli lýðveld­isins Íslands. 

Fjall­konan er þjóð­ar­tákn og í bókinni er kafað ofan í sögu fjall­kon­unnar, ávörpin sem flutt hafa verið af íslenskri fjall­konu allt frá árinu 1947 ásamt úrvali þjóð­há­tíð­ar­ljóða. Þýðingar eru m.a. á ensku og pólsku í bókinni.

Hægt er að nálgast eintak af bókinni á skrif­stofu Vopna­fjarð­ar­hrepps.