Ársreikn­ingur Vopna­fjarð­ar­hrepps 2021

Seinni umræða sveit­ar­stjórnar um ársreikning Vopna­fjarð­ar­hrepps 2021 fór fram á sveit­ar­stjórn­ar­fundi í Mikla­garði í gær fimmtu­daginn 12. maí 2022.

Í fund­ar­gerð sveit­ar­stjórnar frá 12. maí 2022 segir meðal annars:

“Rekstr­ar­tekjur sveit­ar­fé­lagsins á árinu námu 1.328 millj. kr. samkvæmt ársreikn­ingi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstr­ar­tekjur A hluta 890 millj. kr. Rekstr­arnið­ur­staða A og B hluta var neikvæð um 32 millj. kr. og rekstr­arnið­ur­staða A hluta var neikvæð um 115 millj. kr. samkvæmt rekstr­ar­reikn­ingi. Eigið fé sveit­ar­fé­lagins í árslok 2021 nam 887 millj. kr. samkvæmt efna­hags­reikn­ingi fyrir A og B hluta, en eigið fé A hluta um 153 millj. kr.

Covid-19 heims­far­ald­urinn sem nú geisar hefur almennt áhrif á mörgum sviðum þar með talin efna­hagsleg. Fjár­hagsleg áhrif á sveit­ar­fé­lagið á árinu voru ekki veruleg en komu helst fram í breyt­ingu á tilhögun á veit­ingu þjón­ustu s.s. skóla­starfi og auknum forföllum starfs­manna. Eins og komið hefur fram í ársreikn­ingum undan­far­inna ára þá duga framlög ríkisins ekki fyrir rekstri hjúkr­un­ar­heim­il­isins og hefur sveit­ar­fé­lagið þurft að greiða með rekstr­inum. Skuldastaða sveit­ar­fé­lagsins er hins vegar góð. “