Seinni umræða sveitarstjórnar um ársreikning Vopnafjarðarhrepps 2021 fór fram á sveitarstjórnarfundi í Miklagarði í gær fimmtudaginn 12. maí 2022.
Í fundargerð sveitarstjórnar frá 12. maí 2022 segir meðal annars:
“Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 1.328 millj. kr. samkvæmt ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 890 millj. kr. Rekstrarniðurstaða A og B hluta var neikvæð um 32 millj. kr. og rekstrarniðurstaða A hluta var neikvæð um 115 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi. Eigið fé sveitarfélagins í árslok 2021 nam 887 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi fyrir A og B hluta, en eigið fé A hluta um 153 millj. kr.
Ársreikningur 2021 | pdf / 4 mb |